top of page

Fegurðarsamkeppnir


Fegurðarsamkeppnir í dag eru keppnir út frá fegurð stúlkna. Vinsældir þeirra eru gríðarlegar um allan heim og keppnum fjölgar stöðugt. Áhrif þeirra á sjálfsmynd ungra kvenna er mikil og þessar keppnir búa til ákveðnar staðalmyndir yfir hvað fegurð kvenna er. Hugtakið fegurð er eitt meginhugtaka þeirrar undirgreinar heimspekinnar sem nefnist fagurfræði. Eins og með önnur heimspekileg vandamál er nær ómögulegt að gefa endanlegt svar við því hvað fegurð sé. Fegurðarsamkeppnir virðast þó telja sig hafa það svar. Ákveðnir eiginleikar líkamans, eins og lögun og litarhaft, eru skoðaðir með það að leiðarljósi að bera þá saman við aðra líkama til þess að meta hver þeirra sé fallegastur á hlutlægan hátt. Slík skoðun líkamans er oft kölluð hlutgerving. Hlutgerving hefur aldrei verið á nokkurn hátt jákvætt gagnvart konum en hún hefur leitt til aðskiljunar (disassosiate) líkama kvenna og persónu sem hefur leitt til þess að karlmenn líta á konur líkt og hluti frekar en sem manneskju. Þetta hefur svo leitt til þess að karlmenn eru líklegri til að brjóta á og misnota kvennmenn þar sem þeir sjá mannlega hlið þeirra ekki greinilega og þykir því ekki margt varhugavert við það. Það mætti segja að það sé sorglegt hve mikil áhrif þessi hlutgeving hefur á bæði kynin en stúlkur geta auðveldlega fengið margskonar andlega sjúkdóma vegna hennar og staðalímynda sem hún hefur í för með sér. Fegurðarsamkeppnir eru að margra mati ekki heilbrigðar fyrir ímynd samfélagsins af konum og stúlkum en þær gefa í skyn að stúlkur verði að líta út og haga sér á sérstakan hátt til þess að vera fallegar (staðalímynd). Þær miðla því til ungra stúlkna að fólk muni dæma þær ef þær eru ekki samkvæmt þessum stöðlum og minna virði en þessar sem gefa undan samfélagsþrýstingi og reyna að uppfylla þessa nær ómögulegu fegurðarstaðla. Þetta virðist óbrjótanlegur vítahringur, stelpur vilja ekki taka það á sig að sveigja frá norminu þar sem samfélagið myndi dæma þær, hvort sem er meðvitað eða ekki. Það ætla sér eflaust fáir að gefa þessum stöðlum vind í seglin með því að dæma fólk eftir útlitinu en ætli við séum ekki öll heilaþvegin til að dæma hvort annað.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page