top of page

Kvennafrídagurinn

Þann 24. október árið 1975 flykktust tugþúsundir íslenskra kvenna niður í miðbæ Reykjavíkur og kröfðust jafnra launa á við karla. Þennan dag lögðu konur niður vinnu sína, hvort sem þær unnu heima fyrir eða úti á vinnumarkaðinum, og varð dagurinn þekktur sem kvennafrídagurinn. Fundurinn var skipulagður af Rauðsokkahreyfingunni og haldinn af tilefni kvennaárs Sameinuðu þjóðanna, á degi Sameinuðu þjóðanna. 30 árum seinna eða árið 2005 var leikurinn endurtekinn, svo aftur 2010. Nú seinast árið 2016 skunduðu konur af öllum þjóðfélagsstigum út úr vinnu sinni klukkan 14:38. Enn á ný héldu þær til mótmæla og kröfðust betri launa. Tíminn 14:38 var ekki valinn af handahófi heldur orsakast hann af þeirri staðreynd að konur fá einungis 70,3% af launum karla. Það þýðir að ef heill vinnudagur er frá klukkan 9 til 17 þá hafa konur lokið vinnuskyldu sinni klukkan 14:38. Eftir þann tíma eru þær því að vinna launalaust sé miðað við laun karlmanna. Þegar litið er yfir árið í heild sinni gerir þetta launamisrétti það að verkum að konur vinna launalaust í heilan mánuð. Árið 2005 var gengið út klukkan 14:08 og árið 2010 klukkan 14:25. Launin þokast því í rétta átt en því miður allt of hægt. Haldi þessi þróun áfram komumst við þremur mínútum nær launajafnrétti á ári hverju. Það þýðir að eftir 52 ár, eða árið 2068, verður endalegt launajafnrétti komið. Það er eftir meira en hálfa öld, og eins og allur sá fjöldi kvenna sem gengið hefur út úr vinnu sinni á kvennafrídegi í gegnum tíðina, þá þykir konum einfaldlega ekki boðlegt að bíða svo lengi. En hverjir munu getað upplifað þessa tíma? Árið 2015 voru lífslíkur kvenna 83,6 ár. Ef þær lífslíkur væru yfirfærðar yfir á árið 2068, árið sem launajafnrétti ætti loksins að verða komið, þá verða allar konur sem í dag eru 31,6 ára og eldri komnar yfir þau mörk og gera má því ráð fyrir að margar þeirra munu vera dánar. Ef sá fjöldi kvenna sem bæði væri kominn yfir þennan aldur og væri enn á lífi er svo dreginn frá eru eftir 71.725 konur, sem í dag eru yngri en 31,6 ára. Heildarfjöldi kvenna á lífi í dag árið 2016 eru 165.259 sem þýðir að 93.534 konur munu ekki fá að lifa þann dag þegar launajafnrétti er komið. Einungis rúm 43% þeirra kvenna sem lifandi eru í dag munu því upplifa tímamótin og er það mjög sorgleg staðreynd. Enn er langt í að launajafnrétti náist en það er baráttu háð hversu langur sá tími þarf að vera. Það er vonandi að konur haldi áfram að berjast fyrir rétti sínum sem ætti að vera sjálfsagður og að lokum muni öll þessi barátta skila því að konur þurfi ekki að bíða í hálfa öld eftir launum á við karla.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page