top of page

Konur í fjölmiðlum


Hlutfall kvenna í fjölmiðlum. Rannsóknir á kynjahlutföllum í fjölmiðlum sýna að hlutur kvenna miðað við karla er rýr, konur eru oftast um þriðjungur þeirra sem birtast í fjölmiðlum og það á jafnt við um fréttamenn, viðmælendur, þáttastjórnendur, greinahöfunda og margt annað. Umræðan um þessi mál hefur verið mikil á síðustu árum en þrátt fyrir það hefur hlutur kvenna ekki aukist. Umfjöllun um konur fer sjaldan yfir 25%-30% og þegar hún nær því er hámarkinu náð. Flestar rannsóknir á hlut kvenna í fjölmiðlum sýna svipaðar niðurstöður, allsstaðar í heiminum. Judith Marlane skrifaði mikið um bandarískar konur í fjölmiðlum. Hún segir að birtingarmynd kvenna í bandarískum fjölmiðlum hafi víðtæk áhrif á kynjahlutverk og að konur séu margsinnis sýndar sem veikgeðja tilfinningaverur sem ekki beri að taka alvarlega. Fyrsta stóra alþjóðlega rannsóknin sem gerð hefur verið á konum og körlum í fjölmiðlum var unnin af The Global Media Monitoring Project GMMP árið 1995. Þessi rannsókn er endurtekin á 5 ára fresti og tekur hún einn dag í öllum löndum samtímis þar sem hlutfall kvenna og karla er skoðað í fjölmiðlum. Í fyrstu rannsókninni þar sem birtingarmyndir kynjana voru skoðaðar samtímis í 76 löndum víða um heim, kom í ljós að hlutfall kvenna í fréttum var aðeins 17%. En 10 árum seinna var hlutfallið komið í 21%, þar með ein kona á móti hverjum 5 körlum. Þar sem fjölmiðlahlutfall kynjana er mikilvægur þáttur í jafnréttisbaráttunni er þetta vaxandi vandamál og sýnir þetta að við höfum ekki náð mjög langt hvað þetta varðar.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page