top of page

Konur í Háskóla

Árið 2002 voru stúdentar við Háskóla Íslands 7135 talsins en þar af voru konur mikill meiri hluti eða 4450 talsins, 62,4 % af heildinni. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skiptið fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við HÍ og síðan þá hafa þær verið í meirihluta. En þetta er mjög stórt stökk í sögu kvenna því aðeins 91 ári áður voru fyrst sett lög um menntun kvenna og rétt til embætta samþykkt á alþingi. Konur fengu þá fullan rétt til menntunar og embætta með þessum lögum. Árið 1917 lauk fyrsta kona Íslands prófi frá Háskóla Íslands, en það var hún Kristín Ólafsdóttir og lauk hún embættisprófi í læknisprófi þaðan. Árið 1926 lauk Björg Caritas Þorlákson doktorsprófi í lífeðlisfræði og var jafnframt fyrst íslenskra kvenna að ljúka slíku prófi. 1952 var fyrsta konan ráðin sem kennari við Háskóla Íslands en hún var læknir og kenndi lífeðlisfræði við tannlæknadeildina þar. Nokkru seinna eða árið 1969 var Margrét G. Guðnadóttir skipuð prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og var því fyrst íslenskra kvenna að gegna embætti prófessors við háskólann. Árið 1978 lauk Guðrún Ólafsdóttir fyrst kvenna sveinsprófi í rafvirkjun en það er gríðarlega stórt skref þar sem að rafvirkjun hefur verið talið karlastarf. Árið 1996 var búin til ný braut í Háskóla Íslands en það var kvennafræði sem fékk síðar eða árið 1998 núverandi nafn, kynjafræði. Guðfinna Bjarnadóttir var ráðin rektor Háskólans í Reykjavík árið 1998 og var fyrst kvenna til að bera titil rektors.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page