top of page

Fóstureyðingarlöggjöf

Umfjöllunin í fóstureyðingar gegnum tímann hefur verið mjög neikvæð og jafnvel er mikil skömm sem fylgir ferlinu. Meira að segja orðið fóstureyðing fer fyrir brjóstið á mörgum og kjósa sumir jafnvel að kalla það þungunarrof. Árið 1972 var hafin barátta fyrir lögleiðingu fóstureyðinga á Íslandi. Það var Rauðsokkahreyfingin sem voru forgöngukonur í þeirri baráttu. Rauðsokkahreyfingin vildi binda enda á það að konur þyrftu að fórna heilsu sinni til að eyða fóstri sínu og koma heilbrigðiskerfinu í lag. Baráttan var erfið og Rauðsokkahreyfingin varð fyrir miklum fordómum fyrir að berjast fyrir þessum lögum og voru m.a. kallaðar morðingjar. Lögin fyrir lögleiðingu fóstureyðingar tóku ekki gildi fyrr en 1975, 3 árum eftir að baráttan var hafin. Lögin um fóstureyðingar voru sett 11.júní 1975, en þá bara undir sérstökum aðstæðum var það leyft. Árið 2012 fóru um 980 konur sem gengu undir fóstureyðingu. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve algengar fóstureyðingar eru og hve þörfin er mikil á róttækum breytingum bæði á kerfinu og hugum fólks. Í dag er staðan þannig að til þess að ganga undir ferlið þarf hver kona að fá skriflega rökstudda greinargerð tveggja lækna eða félagsráðgjafa ef sé um félagslegar ástæður að ræða. Kona sem hyggst ganga undir ferlið þarf einnig að færa rök fyrir ákvörðun sinni gagnvart heilbrigðisstarfsfólki. Henni er einnig skylt að að gefa upp persónulegar upplýsingar, bæði með þvi að fylla út eyðublöð og svara spurningum. Þess vegna má í raun segja að endanlega ákvörðunin er ekki konunnar heldur starfsfólks heilbrigðiskerfisins. Með öllu þessu ferli fylgir skömm, niðurlæging og allra helst sektarkennd. Þess vegna er umræðuefnið um fóstureyðingar ekki til staðar. Í augum okkar eru fóstureyðingar eitthvað sem er val konunnar og engra annarra. Það þarf að breyta lögum og breyta hugsunarhátti fólks.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page