Fróðleiksmolar um launamun kynjanna
- femmar2016
- Nov 9, 2016
- 1 min read
2000=20,4% 2014=13,3 2015=14,2% LAUNAMUNUR Á HEILDARLAUNUM
Þegar rætt er um mun á heildarlaunum karla og kvenna er miðað við laun fyrir fullt starf. Ekki er tekið tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á launin, s.s. starfsins sjálfs eða atvinnugreinarinnar né fjölda vinnustunda.
Kynbundinn launamunur: 2015=9,9%, 2014=8,5%, 2000=15,3%

Konur vinna að meðaltali 39 fleiri daga en karlar!
Kynbundinn launamunur er sá munur sem er á heildarlaunum kynjanna eftir að tekið hefur verið tillit til áhrifaþátta á laun. Þessir þættir eru: aldur, starfsaldur, starfsstétt, atvinnugrein, menntun, mannaforráð, vinnutími og hvort viðkomandi vinni vaktavinnu. Áhrif vinnutíma vega þyngst þegar kemur að launamuni kynjanna.
Í rannsókn Hagstofunnar kom fram að helmingur kvenna í fullu starfi var með heildarlaun yfir 490 þúsund krónur á mánuði meðan helmingur karla var með heildarlaun yfir 586 þúsund krónur á mánuði.
Fyrstu íslensku lögin sem kveða á um launajafnrétti í einhverri mynd eru lög um laun starfsmanna ríkisins frá árinu 1945. Þau fjölluðu um það að konur skyldu hafa sama rétt og karlar við skipun í starfsflokka og við flutning á milli launaflokka.
Comments