top of page

Kynjakvóti

Kynjakvóti er sértæk aðgerð, semsagt tímabundin, til þess að jafna út hlutfall kynjanna í hverskyns hópum svo sem á vinnumarkaði, í stjórnunarstöðum, á Alþingi og öðru. Kynjakvótum hefur verið beitt t.d. á norðurlöndunum og sýna oftar en ekki betrun í hlutföllum kynja. Í kynjakvóta felst að tekið sé inn að minnsta kosti ákveðið hlutfall af hvoru kyni og að þegar verið er að ráða fólk, og valið er á milli tveggja einstaklinga með sömu hæfni og svipaða menntun, er tekið inn þann einstakling af því kyni sem hallar á í tilteknum hóp. Það er vitað mál að þegar kemur að hlutföllum kynja á Alþingi, í Gettu Betur, hjúkrunarfræði, leikskólakennurum, stjórnunarstöðum og Joe and the juice, að kynjahlutföllin eru vægast sagt ójöfn. Núna í ár er hlutfall kynja á Alþingi jafnara en það hefur nokkurn tíman verið en karlar hafa alltaf verið í miklum meirihluta. Kynjahlutfallið þar hefur aldrei verið jafnt og konur hafa sömuleiðis aldrei verið í meirihluta. Þá vakna með okkur spurningar á við: Eru konur ekki jafn hæfar til að sinna Alþingisstörfum? Hvers vegna eru þær ekki kosnar inn á Alþingi? Er eitthvað hægt að gera til að jafna þessi hlutföll út? Þar kemur kynjakvóti sterkur inn. Sömuleiðis þegar horft er á Gettu Betur. Keppendurnir í keppninni hafa nánast eingöngu verið karlkyns. Afhverju ætli það sé? Eru konur mögulega bara verri í að svara hraðaspurningum? Vita konur mögulega ekki neitt um íþróttir né raungreinar? Við trúum því að þetta sé ekki afleiðing eðlis. Við trúum því að þegar það er skortur af kvenkyns fyrirmyndum, sæki konur síður í þessi hlutverk. Sýnileiki kvenna er það lítill að hann stuðlar að ranghugmyndum um kynin. Þetta stuðlar líka að því að ákveðnar starfsgreinar einokast við ákveðin kyn. Konur fara í hjúkrun, karlar í lækninn. Konur fara í flugfreyjuna, karlar í flugmanninn. Konur fara í leikskólastörf, karlar í byggingastörf. Kynjakvóti fer ekki ofar hæfniskröfum heldur gefur hann kynjunum sess þar sem þau hafa ekki áður fengið hann. Sú algenga mýta að með kynjakvóta gangi kyn fram fyrir hæfni virðast oft vera megin mótrök gegn kynjakvótum. Að þá komist vanhæfari einstaklingur fram yfir annan, eingöngu sökum kyns. Önnur mótrök sem heyrast gjarnan eru þau að kynjakvótar geri lítið úr konum. Að þá sé gert lítið úr þeim og þeirra verðleikum og látið kyn þeirra vega mest. Að þær komist, bara því þær eru konur. Líka að einstaklingur af því kyni sem ekki hallar á fái ekki vinnu vegna kynjakvóta. Kynjakvótar hafa hinsvegar sýnt fram á akkúrat hið gagnstæða. Kynjakvótar hafa bætt og komið konum í áhrifastöður sem þær eru vel hæfar til að sinna en ekki komist í áður. Kynjakvóti hefur jafnað út kynjahlutföll í vinnustéttum og stjórnarstöðum, þegar honum er beitt. Í grunnin eru þessi mótrök alveg skiljanleg. Það getur vel verið að þetta séu meira að segja réttmæt rök. En með þessu erum við að leiðrétta mismunun sem hefur verið ríkjandi öldum saman, endalaust, og bæta fyrir allar komandi kynslóðir.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page