top of page

Kvenhatur

Í vestrænu samfélagi er til staðar undirliggjandi kvenhatur sem er orsökin á bakvið ótal mörg samfélagsvandamál bæði í nútímanum og í fortíðinni. Þetta kvenhatur endurspeglast í kynhlutverkum, staðalímyndum, fordómum, og ótalmörgum öðrum hliðum samfélagsins. Áhugaverð og sorgleg afleiðing kvenhaturs má einnig sjá í fordómum gegn hinsegin og trans fólki; til dæmis ef maður hugsar um það, þá er litið niður á það að vera hommi, ekki einungis vegna þess að þeir eru strákar hrifnir af örðum strákum, heldur “sökkva þeir niður” á level kvenna með því að vera hrifnir af strákum, vegna þess að bara stelpur eiga að vera hrifnar af strákum. Þetta er líklega einnig ástæðan bakvið neikvæðu staðalímynd homma um að þeir séu kvenlegri í eðli sínu bara af því að þeir séu hommar. Einnig “sökkva” transkonur niður á sama hátt, þar sem þær eru séðar sem karlmenn sem ákváðu að yfirgefa verðmæta karlmannleikann sinn og velja í staðinn að verða að konu. Og reyndar er kvenhatur ástæðan bakvið óraunverulegra væntinga til karlmanna yfirleitt líka; af hverju eiga karlmenn að vera sterkir? Vegna þess að konur eru veikburða og karlmenn eru betri en konur. Hvers vegna sýna karlmenn ekki tilfinningar? Vegna þess að konur eru tilfinningaverur og karlmenn eru betri en konur og eiga alls ekki að vera eins og þær. Einnig sést kvenhatrið í því hvernig karlmenn eru móðgaðir, það er alltaf versta móðgunin að vera borinn saman við konu á einn eða annan hátt.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page