Staðalímyndir hafa áhrif á líkamsvirðingu
- femmar2016
- Nov 9, 2016
- 2 min read
Í vestrænum samfélögum eru ákveðnar hugmyndir um útlit og hegðun í sífelldri mótun. Staðalímyndin um hina grannvöxnu konu og hinn stælta karlmann eru dæmi um eftirsóknarvert útlit kynjanna þó svo að í raunveruleikanum sé skalinn töluvert fjölbreyttari. Í mörgum tilvikum felur félagslega hlutverk kvenna það í sér að vera aðlaðandi kynferðislega á meðan karllíkaminn ber með sér vald í líkamsburði. Í þessu hlutverki verða konurnar gefandi en karlarnir þiggjandi. Þessar staðalímyndir sem tengjast hlutverki kynjanna hafa fylgt mannkyninu í mörg þúsund ár. Í nútímasamfélagi er eiginlega ætlast til að maður “fitti inn” í einhvern kassa sem að tengist þessum gömlum hugmyndum um staðalímyndir. Sem stelpa þá er lang best að þú ert vel vaxin, með stóran rass, “sexy” brjóst, flatan maga og fallegt bros, og sem strákur er flottast að vera hávaxinn og massaður. Í auglýsingum sjáum við staðalímyndir enn greinilega, þó mikið hafi breyst í gegnum árin. Þegar við vorum lítil sáum við kynin birtast í ólíkum hlutverkum sem samfélagið hefur sett kynjunum. T.d. voru allaf konur í hreingerningar auglýsingum og karlar í bílaauglýsingum. Í dag erum við þó byrjuð að sjá meiri fjölbreytileika í auglýsingunum og eru kynin oftast ekki lengur í þeim úreltu hugmyndum um kynjahlutverk. Samfélagið býr til ákveðnar staðalímyndir sem fólk reynir að falla undir. Ef viðkomandi passar ekki inn í kassann sem samfélagið hefur búið til þá finnur einstaklingurinn fyrir fordómum frá öðrum og sjálfum sér. Hugtakið líkamsvirðing er andstæð hugmyndum um að grannir líkamar séu bestir eða feitlagnir líkamar séu mistök sem þurfi að leiðrétta. Líkamsmyndin hefur þýðingu fyrir heilbrigði, en rannsóknir hafa sýnt að slæm líkamsmynd tengist m.a. vanda á borð við átraskanir, þunglyndi og óheilbrigðum lífsvenjum.

„Ég vildi að ég væri fullkomin”. Samfélagið gerir miklar kröfur til ungra kvenna. Hvernig þú átt að klæða þig, bera þig og mála þig, og hvernig hinn fullkomni líkami á að vera svo dæmi séu nefnd. Í samfélaginu í dag fer ungum stelpum með einkenni kvíða og þunglyndi vaxandi. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu rannsóknarmiðstövarinnar “Rannsóknir & greiningar”, um lýðheilsu ungs fólks. Tengsl eru á milli kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Þetta er alvarleg þróun sem erfitt getur verið að breyta. Þegar ung stúlka er í leit að sjálfsmynd sinni leitar hún til fyrirmynda og þar spila fjölmiðlar stórt hlutverk. Stelpur eiga það til að dæma sig allt of hart og brjóta sig niður þegar þær eru að bera sig saman við vinkonur sínar eða frægar konur sem t.d. finnast í glanstímaritum, bíómyndum og tónlistarmyndböndum eða á samfélagsmiðlum. Það er stöðugt verið að segja við okkur að við erum ekki fullkomin eins og við erum, að við þurfum að laga okkur. En kæri lesandi, þú ert flott/ur eins og þú ert, ekki breyta þér. Þeir sem eru að setja út á þig þurfa aðe breyta hugsunarhætti sínum. Þú þarft ekki að móta sjálfsmynd þína út frá staðlímyndunum, lífið er ekkert skemmtilegt ef að allir eru eins. Berjumst á móti staðlímyndunum og virðum okkur sjálf og hvort annað meira. Vertu sátt/ur með þig sjálfa/n!
Comments